Tuesday, September 2, 2008
Shorts & Docs: Sagan af Sveini.
Laugardaginn síðasliðinn fór ég á heimildamynd um Svein Kristin Björnsson, öðru nafni Edgar Holger Cahill, athafnamann og Vestur-Íslending. Hún sagði frá ævi þessa stórmerkilega manns frá fæðingu til dauða. Þrátt fyrir heillandi umræðuefni og merkilega ævi, bæði sorglega og skemmtilega, þá verð ég að segja að mér fannst heldur illa farið með efnið. Það er oft erfitt að leggja dóm á svona heimildamyndir án þess að það komi niður á efninu, en ég var óánægður með alla vinnslu myndarinnar. Hún samanstóð af viðtölum við dóttur hans og fleiri spekinga ásamt því að skjóta inn myndum af manninum frá hinum og þessum stöðum. Tónlistin var svosem ágætis viðbót en kom þó oft á einkennilegum stöðum. Myndaklippurnar litu út fyrir að vera búnar til í Word og drápu hálfpartinn stemmninguna sem fylgdi sögunni. Þó svo margir kippi sér ekki upp við þetta fór það alveg óskaplega í taugarnar á mér og gerði það að verkum að mér leiddist myndin frekar.
Það var þó stórmerkilegt að heyra um ævi þessa manns sem var m.a. ráðgjafi í Hvíta húsinu og safnstjóri í Bandaríkjunum auk þess að gefa út slatta af bókum um bandaríska almenningslist.
Subscribe to:
Posts (Atom)